Viðburðir 2018-10-10T19:30:41+00:00

Næstu viðburðir

Einstök tækifæri um allt land

Við höldum reglulega fjölbreytta viðburði um allt land.

Fylgstu með hér og ekki gleyma að skrá þig!

Aukin viðskipti til þín!

Við erum á leiðinni til þín! Komdu og kynntu þér nýjar og spennandi tæknilausnir í gistiþjónustu.

Í október munu sérfæðingar hjá Roomer PMS, Expedia, GuestJoy og Hótelráðgjöf halda kynningar á starfsemi sinni og öllum þeim fjölbreyttu möguleikum sem þú getur nýtt til að spara tíma og hámarka arðsemi gistireksturs þíns.

Aðgangur er ókeypis en þar sem sætafjöldi er takmarkaður biðjum við þig um að skrá þig hér fyrir neðan.

Dagskráin:

Þín markmið, okkar lausnir!
ROOMER PMS er veflægt hótelstjórnunarkerfi sem sér um alla vinnuna í kringum bókanir. Margrét Pollý, hótelráðgjafi, fer hér yfir hvernig þú getur í gegnum ROOMER uppfært öll verð á einum stað, nýtt nýtingartengda tekjustýringu, einfaldað vinnuna í kringum hópa- og blokkbókanir, sent gistiskýrslur beint úr kerfinu til Hagstofu Íslands, sett upp sjálfvirka pósta og fylgst með stöðunni í gegnum fjölbreyttar skýrslur. Þú finnur nánari upplýsingar um kerfið hér.

Útvistun verkefna
Vantar þig aðstoð við að leysa ákveðin verkefni?
Hótelráðgjöf býður upp á fjölbreytta þjónustu sem er aðlöguð að þörfum hvers og eins. Komdu og kynntu þér möguleikana þína er Margrét Pollý, hótelráðgjafi, fer yfir hvernig fagmaður í hlutastarfi getur lækkað launakostnað, þau fjölbreyttu þjónustunámskeið sem í boð eru og aðra þjónustu eins og vefsíðugerð, leitarvélabestun og uppsetningu verkferla. Þú finnur nánari upplýsingar um starfsemi Hótelráðgafar hér.

Aukinn sýnileiki
Expedia Group: Er ein stærsta bókunarsíðan í heiminum. Expedia selur gistingu, afþreyingu og flug og er því með mjög dreifðan og fjölbreyttan markhóp. Stærsti markhópur Expedia á Íslandi eru Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Bretar. Guðrún Ragnarsdóttir Viðskiptastjóri Expedia, mun fara yfir hvernig giststaðurinn þinn getur aukið við sig bókanir með samstarfi við Expedia Group. Þú finnur nánari upplýsingar um Expedia hér.

Hvernig er hægt að gera upplifun gesta persónulega?
Kristin Paas, Hotel Tech Guru hjá Guestjoy, mun veita þér nánari upplýsingar um hvernig þú getur komið samskiptastefnu þinni í framkvæmd á skilvirkan máta. Komdu og nældu þér í upplýsingar um hvernig þú getur nýtt sjálfvirka tækni í samskiptum við gesti þína fyrir, yfir og eftir dvöl þeirra á áhrifaríkan hátt. Kynntu þér starfsemi GuestJoy hér.

Mundu eftir að skrá þig!

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband.
HAFA SAMBAND