Frábær staðsetning, fullkomin aðstaða og hágæða þjónusta! Þú hefur þetta allt en veit ferðamaðurinn af því? Það er tilgangslaust að reka fullkominn gististað ef enginn veit af honum.

Hér eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að huga að og setja í forgang.

1. Vefsíðan – útlit, bókunarhnappur og CMS (content management system)

Vefsíðan er oft það fyrsta sem gestirnir þínir sjá og því mikilvægt að sú upplifun sé góð og í samræmi við það sem þú ert að bjóða uppá.

Við erum orðin vön svo góðu og eigum það flest til að ef síðan er hæg og við finnum ekki fljótlega það sem við erum að leita að förum við á næstu síðu. Það er því mikilvægt að síðan sé einföld og þægileg í notkun með góðum myndum og einföldum texta. Að auki er mjög mikilvægt að hafa bókunarhnapp, þú vilt að gestir þínir geti bókað um leið og þeir hafa áhuga. Í dag bóka ferðamenn flest allt sjálfir á netinu, sérstaklega gistingu, og því auðvelt reikningsdæmi að ef þú ert ekki með bókunarhnapp þá ert þú að tapa viðskiptum. Sniðugt er þá að tengja bókunarhnappinn við bókunarkerfið þitt en þar er Roomers hótelstjórnunarkerfið tilvalin lausn en þannig uppfærist verð og framboð sjálfkrafa inni á heimasíðu þinni.

Og MUNDU að þú þarft að geta breytt upplýsingum auðveldlega en hlutir eins og tilboð, viðburðir og matseðlar eiga eftir að breytast á milli ára. Lausnin hér er að hafa gott og einfalt CMS (content management system) kerfi. Það er margt í boði en við mælum algjörlega með WordPress þá sérstaklega fyrir minni síður og ekki skemmir fyrir að kerfið er einnig vinsælt á meðal leitavéla.

2. SEO – röðun þín á Google er ekki tilviljunarkennd

Það eru margir þættir sem leitarvélar notast við er þær ákveða hvar í röðinni þær eiga að birta síður. Aðferðin við að komast hærra er kölluð leitarvélabestun sem í stuttu máli er aðferð til að auka sýnileika vefsíðu á netinu og koma henni ofar í leitarniðurstöðum. Hægt er að skipta leitarvélabestun í tvennt: tæknileg atriði og atriði sem tengjast efninu.

  • Tæknileg atriði: Leitarvélar vilja almennt ekki senda einstaklinga á síður sem eru hægar og virka illa hér skiptir því miklu máli að uppsetningin sé góð, hraðinn í lagi og að hlekkir virki.
  • Atriði sem tengjast efninu: Huga þarf vel að því að efnið sé þannig framsett að það vinni vel með leitavélum á sama tíma og notendur eigi auðvelt með að lesa það. Upplifunin skiptir miklu máli en því lengur sem einstaklingur stoppar á síðunni því mikilvægari telur Google hana vera og þar með fer hún ofar í leitavélina.

Og ekki gleyma “meta” titlinum og lýsingu en það er hvernig síðan þín birtist í leitarvélinni. Ef „meta“ titillinn og lýsingin er ekki áhugaverð þá eru minni líkur á að sá sem leitar ýti á linkinn þinn.

Leitarorðagreining
Við uppbyggingu á efninu er mikilvægt að huga að því hvaða leitaorð ferðamenn eru í raun að nota. Þú villt ekki leggja áherslu á ákveðin orð eða orðasambönd sem enginn er að leita að. Til að finna réttu orðin er gerð svokölluð leitarorðagreining sem er svo nýtt í uppbyggingu á textanum.

Keypt leitarorð – Google Adwords
Í gegnum Google Adwords er bæði hægt að kaupa auglýsingar í leitarniðurstöðum Search Campaign og auglýsingaborða á Google Display Network. Keypt leitarorð geta skilað mjög góðum árangri fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir.

Google places listings
Í hvert sinn sem þú sérð kort, heimilisfang eða símanúmer í leitavélum þá ert þú að sjá niðurstöður frá Google Places. Það er tiltölulega einfalt að skrá fyrirtækið og mun það auka sýnileikann til muna.

Google Analytics
Að lokum er ætíð mikilvægt að fylgjast með því hvað virkar og hvað virkar ekki. Það getur stundum verið erfitt að átta sig á því en með Google Analytics getur þú nálgast þær upplýsingar og þar með fengið betri yfirsýn.

3. Ljósmyndir – mun erfiðara að taka en maður gerir sér grein fyrir

Það fyrsta sem flestir skoða á heimasíðum í dag eru myndir og því mikilvægt að þær séu góðar. Ekki nota heimagerðar myndir! Það margborgar sig að fá ljósmyndara í verkið en þættir eins og lýsing, staðsetning og eftirvinnsla spila mjög stórt hlutverk í lokaútkomunni.

4. Samfélagsmiðlar

Facebook er frábær vettvangur til að halda sambandi við viðskiptavini og kynna næstu viðburði og tilboð. En ekki nota aðeins Facebook, nýttu miðillinn þannig að þú færð viðskiptavininn einnig inn á heimasíðuna þína þar sem þeir geta nálgast nánari upplýsingar.

Auglýsingar á Facebook bjóða uppá fjölbreytta möguleika þar sem þú stjórnar að vissu leiti hver sér auglýsinguna þína en sem dæmi getur þú sett upp auglýsingu sem birtist eingöngu einstaklingum sem hafa heimsótt heimasíðuna þína á síðustu 10 dögum.

5. TripAdvisor

Að auki við að skoða heimasíðuna þína er mjög líklegt að tilvonandi gestur leiti að umsögnum áður en hann bókar. Þar er TripAdvisor leiðandi vefsíða og vegur oft þungt í vali ferðamanna að næstu upplifun. Við mælum með að allir innan ferðaþjónustunnar séu þar sýnilegir. Það getur auðvitað einnig leitt að sér að einhverjir deili einnig lélegum umsögnum þar en ef þeim er svarað fljótt og rétt hefur það ekki jafn mikil áhrif og maður kanna að halda.

TripAdvisor er ein stærsta umsagnasíða inna ferðaþjónustunnar á heimsvísu með um 390 milljónir heimsókna í hverjum mánuði. Samkvæmt TripAdvisor nota um 83% af notendum TripAdvisor umsagnir sem ákvörðun um hvort þeir eigi að bóka eða ekki.

6. Vertu sýnilegur á bókunarrásum

Nauðsynlegt er að tengjast öðrum bókunarrásum en tvær stærstu í dag eru Expedia með hotels.com, expedia.com, Trivago og Travelocity og Priceline með Booking.com, Agoda og Kayak.

Ekki láta fjöldan stöðva þig en með Roomer hótelstjórnunarkefinu getur þú tengst þessum rásum þannig að upplýsingar um verð og framboð uppfærist sjálfkrafa á milli hótelbókunarkerfisins og bókunarrássanna.

7. Síðast og mikilvægast – svaraðu öllum umsögnum

Umsagnir skipta miklu máli í ákvarðanatöku væntanlegra viðskiptavina og þú verður að muna að hversu góð sem þjónustan og aðstaðan þín er þá erum við öll mismunandi og því eiga eftir að koma neikvæðar umsagnir. Með því að svara þeim um leið er þú ekki aðeins að svara einstaklinginum sem skrifaði hana heldur einnig veita næsta gesti upplýsingar um að þú gerir allt sem þú getur til að uppfylla væntingar gesta þinna.

Athugaðu að ef þú hefur engar umsagnir ertu næstum ósýnilegur. Sniðugt er því að minna á og biðja reglulega um umsagnir. Lélegar umsagnir (ef þeim er svarað um leið og rétt) eru betri en engar umsagnir.

 

Varðandi nánari upplýsingar þá ekki hika við að heyra í okkur!

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband með fyrirspurnir.
HAFA SAMBAND