Við erum ekki að segja að þú eigir ekki að tengjast öðrum sölurásum, það er nauðsynlegt, en ekki gleyma því að það er einnig hægt að fjölga þeim bókunum sem sem koma beint í gegnum heimasíðu hótelsins. Já, það tekur tíma og vinnu en klárlega fjárfesting sem á eftir að skila sér.

Stærstur hluti erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland bóka gistingu og afþreyingu á netinu. Í dag hafa erlendu bókunarsíðurnar náð góðum árangri í leitarvélabestun og því mjög sýnilegar á internetinu. Afleiðingar þess er að ferðamenn í leit að gistingu fara inn á þær bókunarsíður sem hafa náð að koma krækjum sínum efst á fyrstu síðu og bóka gistinguna þar. Það er því mikilvægt að koma krækjum sínum inn á fyrstu síðu leitarniðurstaða til að fjölga beinum bókunum.

SEO – röðun þín á Google er ekki tilviljunarkennd

Það eru margir þættir sem leitarvélar notast við er þær ákveða hvar í röðinni þær eiga að birta síður. Aðferðin við að komast hærra er kölluð leitarvélabestun sem í stuttu máli er aðferð til að auka sýnileika vefsíðu á netinu og koma henni ofar í leitarniðurstöðum. Hægt er að skipta leitarvélabestun í tvennt: tæknileg atriði og atriði sem tengjast efninu.

  • Tæknileg atriði: Leitarvélar vilja almennt ekki senda einstaklinga á síður sem eru hægar og virka illa hér skiptir því miklu máli að uppsetningin sé góð, hraðinn í lagi og að hlekkir virki.

  • Atriði sem tengjast efninu: Huga þarf vel að því að efnið sé þannig framsett að það vinni vel með leitavélum á sama tíma og notendur eigi auðvelt með að lesa það. Upplifunin skiptir miklu máli en því lengur sem einstaklingur stoppar á síðunni því mikilvægari telur Google hana vera og þar með fer hún ofar í leitavélina.

Og ekki gleyma “meta” titlinum og lýsingu en það er hvernig síðan þín birtist í leitarvélinni. Ef „meta“ titillinn og lýsingin er ekki áhugaverð þá eru minni líkur á að sá sem leitar ýti á linkinn þinn.

Að auki er mikilvægt að huga að eftirfarandi:

Leitarorðagreining
Við uppbyggingu á efninu er mikilvægt að huga að því hvaða leitaorð ferðamenn eru í raun að nota. Til að finna réttu orðin er gerð svokölluð leitarorðagreining sem er svo nýtt í uppbyggingu á textanum. Þú villt ekki leggja áherslu á ákveðin orð eða orðasambönd sem enginn er að leita að.

Google places listings
Í hvert sinn sem þú sérð kort, heimilisfang eða símanúmer í leitavélum þá ert þú að sjá niðurstöður frá Google Places. Það er tiltölulega einfalt að skrá fyrirtækið og mun það auka sýnileikann til muna.

Google Analytics
Að lokum er ætíð mikilvægt að fylgjast með því hvað virkar og hvað virkar ekki. Það getur stundum verið erfitt að átta sig á því en með Google Analytics getur þú nálgast þær upplýsingar og þar með fengið betri yfirsýn.

Bókunarhnappur
Þú vilt að gestir þínir geti bókað á heimasíðunni um leið og þeir hafa áhuga. Hótelkerfið Roomer PMS býður upp á frábæran bókunarhnapp sem uppfærir sjálfkrafa verð og framboð á heimasíðu þinni. Að auki við það þá sýnir hann tilvonandi gestum þínum aðra lausa daga, þ.e. ef umbeðinn dagur er uppseldur en þannig er ef til vill möguleiki að fá gestinn til þín daginn eftir.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband með fyrirspurnir.
HAFA SAMBAND