Hvaða verð á að rukka hvar og hvenær?

Markmið tekjustýringar er að hámarka væntar tekjur af rekstrinum.

Tekjustýring hótela er flókin þar sem markaðsaðstæður breytast hratt. Það er því gríðarlega mikilvægt að gleyma sér ekki og verðleggja sig annaðhvort of hátt eða lágt miða við það sem er að gerast í starfsumhverfinu.

Samkeppnin er orðin mikil og mikilvægt að hafa alla klær úti til að hámarka verðmæti hvers herbergis. Við ákváðum því í samstarfi með Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasanum að kynna öllum betur fyrir því hvað tekjustýring er og hvernig hótel geta nýtt hana til að hámarka arðsemi hvers herbergis. Í myndbandinu hér fyrir neðan ræðir Margrét Pollý um mikilvægi tekjustýringar og hvernig það er hægt að nýta tæknilausnir í framkvæmd hennar.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband með fyrirspurnir.
HAFA SAMBAND