Fjárfesting í starfsmönnum er fjárfesting sem skilar sér!

Ísland er þekkt fyrir að hlýjar móttökur og greiðvikni þar sem heimamenn hika ekki við að bjóða þeim sem eiga leið framhjá aðstoð sína. Ferðamenn koma til Íslands til að upplifa bæði náttúru og menningu landsins og því mikilvægt fyrir heildarupplifun þeirra að við tökum vel á móti þeim á gististöðum okkar. Allir starfsmenn eru andlit fyrirtækisins og skiptir framkoma þess og þekking sköpum fyrir orðstír og velgengni.

Rannsóknir hafa sýnt að með réttri fræðslu og þjálfun geta fyrirtæki aukið framleiðni og bætt gæðin en með góðri þjálfun átt þú eftir að minnka rýrnun, fjarveru starfsmanna, kvartanir og starfsmannveltu. Það skiptir því miklu máli að starfsmenn fái góða þjálfun í starfi strax frá upphafi. 

Markmið námskeiðsins er að kynna starfsfólki fyrir íslenskri gestrisni sem og þeim alþjóðlegum stöðlum sem mikilvægt er að fara eftir. Námskeiðið er hannað til að aðstoða starfsfólk við að öðlast aukið sjálfstraust í starfi, fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu og meðhöndla kvartanir og skilja mikilvægi þess að hlusta á þarfir viðskiptavinarins til að geta þjónustað hann á réttan hátt. Að auki er lögð áhersla á mikilvægi þess að þekkja fyrirtækið og nærumhverfi hótelsins. 

Þar sem þjálfunin fer eftir eðli og þjónustustigi viðkomandi staðar aðlögum við hvert námskeið að þeim þörfum.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband með fyrirspurnir.
HAFA SAMBAND