Hágæða hótelstjórnunarkerfi

Roomer PMS

Roomer PMS er einstakt bókunarkefi sem hefur verið í stöðugri þróun síðan 1986 og er hannað með íslenskan gistimarkað í huga af fagmönnum sem vita af eigin reynslu hvað hótelkerfi þurfa að geta gert. Kerfið er veflausn þannig að unnið er ætíð með nýjustu útgáfuna ásamt því að það er aðgengilegt hvaðan sem er.

Prófaðu kerfið

Langar þig að fá frían aðgang að demo-kerfi Roomer eða kynningu frá ráðgjafa okkar?

Eiginleikar Roomer PMS

Markaðstorg

Markaðstorg Roomer er innbyggt í kerfið sem gerir þér kleift að stjórna öllum helstu sölurásum eins og Booking, Expedia og fleiri á sama staðnum.

Veflausn

Kerfið er veflausn sem þýðir að þú vinnur þarf af leiðandi alltaf með nýjustu útgáfuna ásamt því að það er aðgengilegt hvaðan sem er.

Tekjustýring

Hvaða verð á þá að rukka hvar og hvenær? Virk nýtingartengd verðlagning og dreifing herbergja á sölurásum er mikilvægur þáttur til að hámarka tekjur.

Ítarlegar skýrslur

Hvernig er staðan í dag miða við sama tíma í fyrra? Fylgstu með stöðunni í gegnum úrval af fjölbreyttum skýrslum, bæði stöðluðum og sérsniðnum.

Bókunarvél

Hægt er að aðlaga bókunarvél Roomer PMS að öllum heimasíðum. Bókunarvélin uppfærir sjálfkrafa verð og framboð á heimasíðu þinni.

Notendavænt Dagatal

Dagatal Roomer veitir þér gott yfirlit yfir allar bókanir og upplýsingar eins og hvaðan þær komu, hvort búið sé að greiða og hvort eigi eftir að innrita/útrita.

Sjálfvirkir póstar

Hægt er að senda út staðfestingu á bókun sem og upplýsingar fyrir og eftir innritun og útritun gesta sjálfkrafa úr kerfinu á þeim tíma sem við á hverju sinni.

Tenging við Hagstofu

Roomer PMS tengist Hagstofu Íslands sem gerir það að verkum að þú getur sent gistiskýrslur beint úr kerfinu til Hagstofunnar með einum smelli.

Fáðu fría kynningu á kerfinu

Langar þig að fá frían aðgang að demo-kerfi Roomer eða kynningu frá ráðgjafa okkar? Við hlökkum til að heyra frá þér.

Roomer 2.0

Hámarkaðu tekjur

Snjöll og hagkvæm tækni til að sjá um hótelreksturinn. Fáðu rétt verð á réttum tíma í gegnum réttar sölurásir samkvæmt stefnunni þinni! Roomer býður upp á snjallar og hagkvæmar lausnir til að sjá um hótelreksturinn á meðan þú einbeitir þér að því að sinna þörfum gesta þinna.

 

 

Hótel sem nota Roomer

Yfir 100 hótel njóta gestrisni okkar. Það hlýtur að segja margt. Ef þú vilt nánari upplýsingar eða prófa kerfið þá getur þú ýtt hér.

vertu gesturinn okkar!

Vinnum saman að því að hámarka
tekjur og spara tíma.