Réttu tækin. rétta lausnin

Þjónusta og ráðgjöf

Viltu lækka starfsmannakostnaðinn, fá fleiri bókanir og bæta gæðin?

Við erum hér til að hjálpa fyrirtækinu þínu að fljúga af stað! Með skapandi hugmyndum, nýjungum og fjörbreyttri reynslu störfum við sem ein heild og veitum viðskiptavinum okkar hágæða ráðgjöf og þjónustu.

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu sem er aðlöguð að þörfum hvers og eins.

Aðstoð við opnun

Þegar gististaðir eru opnaðir þarf að huga að mörgum fjölbreyttum þáttum. Nýttu þér okkar sérþekkingu og reynslu.

Fagmaður í hlutastarfi

Með fagmann í hlutastarfi færð þú aðgang að starfsmanni með reynslu í þau verkefni sem henta best hverju sinni.

Þjónustunámskeið

Við höldum þjónustunámskeið okkar reglulega um allt land. Fjárfesting í þjálfun starfmanna er fjárfesting sem skilar sér.

Tekjustýring

Hvaða verð á að rukka hvar og hvenær? Við setja upp kerfi sem minnkar þína vinnu og á sama tíma eykur arðsemi.

Viðburðarstjórnun

Við tökum að okkur að sjá um skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða hvort sem um ræðir ráðstefnur, fundi eða aðra mannfagnaði.

Verkferlar

Góðir verkferlar sem starfsmenn geta auðveldlega fylgt sparar tíma á sama tíma og það eykur sjálftraust þeirra og hver klukkutími nýtist til fulls.

Vefsíða og samfélagsmiðlar

Það fyrsta sem ferðamaðurinn gerir eftir að hafa bókað flug til Íslands er að fara á netið og leita að gistingu á þeim stöðum sem hann vill heimsækja.

Tæknilausnir

Aðeins það besta! Kynntu þér allar þær fjölbreyttar tæknilausnir sem í boði eru. Já þú getur sparað tíma og hámarkað arðsemi með réttu tækninni.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning.

Ekki hika við að hafa samband!