Hótelráðgjöf
Aðstoð við opnun
Góð byrjun gefur von um enn betra framhald
Þegar gististaðir eru opnaðir þarf að huga að mörgum fjölbreyttum þáttum ásamt því að oft getur reynst erfitt að ráða til sín sérfræðinga í fullt starf hvort sem það er vegna fjármagns eða staðsetningarinnar. Við erum með lausn. Hjá Hótelráðgjöf ehf geta hótel og gistihúsaeigendur leigt fagmannlega ráðgjöf frá sérfræðingum á sínu sviði.
Til að útskýra þetta aðeins betur höfum við sett saman verktillögu í kringum opnun á nýjum gististað en þar sérð þú bæði hugmyndir að verkefnum og áætluðum tímafjölda.
ATHUGAÐU AÐ VIÐ SÉSNÍÐUM ALLA SAMNINGA. ÞANNIG MUN ÞITT FYRIRTÆKI FRÁ PLAN SEM HENTAR ÞVÍ BEST!
Tímabil 1
Frá undirritun samnings þar til þremur mánuðum fyrir opnun
– 10 tímar á viku
- Uppsetning á vefsíðu
- Uppsetning á bókunarsíðum
- Uppsetning á hótelkerfi
- Verðlagning
- Markaðsherferðir skipulagðar
- Samningar gerðir við ferðaskrifstofur
- Teikningar – ítarleg yfirferð
- Undirbúningur fyrir tímabil 2.
Timabil 2
Frá þremur mánuðum til fjórum vikum fyrir opnun
– 20 tímar á viku.
- Línkaup – ráðlegging varðandi tegund, magn og þvott
- Aukahlutir á herbergi “amenities” sem Vakinn krefst vegna stjörnugjafar (sápur, glös, minibar o.fl.)
- Starfsmannamál (stefna, viðtöl, vaktaplön, samingar)
- Leyfismál
- Verkferlar (þrif, móttaka, verð og tekjustýring, bókanir)
- Sölu og markaðsáætlun hrint af stað
Timabil 3
Frá fjórum vikum fyrir opnun
– 80 tímar á viku á staðnum eða fjarvinnu, fer eftir þörf
- Uppsetning herbergja
- Undirbúningur fyrir fyrstu gesti
- Þjálfun starfsfólks
- Sölu og markaðsverkefni skv. áætlun
Tímabil 4
Opnunarvikan
– 120 tímar á staðnum.
- Koma herbergjum í stand
- Stuðningur við opnun
- Sölu og markaðsverkefni skv. áætlun
- Verkferlar virkjaðir
Tímabil 5
Frá opnun til fjórum vikum eftir opnun
– 60 tímar á viku á staðnum og í fjarvinnu, fer eftir þörf.
- Stuðningur við starfsfólk
- Fínpússun á verkferlum
- Sölu og markaðsverkefni skv. áætlun
Tímabil 6
Frá fjórum vikum til þremur mánuðir eftir opnun
– 20 tímar á viku.
- Stuðningur við starfsfólk og verkferla
- Sölu og markaðsverkefni skv. áætlun
- Starfsmannamál
Eftirfylgni
Með fagmann í hlutastarfi færð þú ákveðinn tímafjölda á mánuði, frá 20 tímum og upp úr, sem þú stjórnar hvar nýtist best.