Hver er þinn draumur?

Markþjálfun

Markþjálfun fyrir fyrirtæki!

Langflestir sem opna hótel og/eða gistiheimili gera það vegna þess þau hafa ákveðna ástríðu og framtíðarsýn. En þegar álagið er mikið getur verið auðvelt að villast af leið. Það er einfalt að fylgja auðveldu leiðinni í daglegum rekstri sem leiðir  hinsvegar oft til þess að:

  • fyrirtæki vakna upp á stað sem þau ætluðu ekki að vera
  • fyrirtæki vita hvert þau vilja fara, en sjá ekki hvernig þau komast þangað
  • fyrirtæki eru á ágætum stað en vilja fara lengra með ákveðin svið

Markþjálfun fyrir fyrirtæki er mælanleg aðferð sem skilar sér í aukinni starfsánægju, betra innra skipulagi og hagkvæmari og arðsamari rekstri.

Í markþjálfun fyrir fyrirtæki er grundvöllur rekstursins rannsakaður ásamt styrkleikum og veikleikum fyrirtækisins. Einstaklingar í stjórnunarstöðum vinna að sameiginlegum markmiðum en markþjálfun er eins og púsluspil þar sem megintilgangurinn er að leggja nokkur púsl á hverjum fundi þar til heildarmyndin er skýr. Sú mynd er í flestum tilvikum fersk og kraftmikil, þar sem búið er að breyta draumum og væntingum viðskiptavinar í skýr markmið.

Markþjálfi er ekki ráðgefandi heldur leggur áherslu á að viðskiptavinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir en þannig fær hver stjórnandi að nýta eigin hæfileika og hvata til að ná árangri. Markþjálfinn heldur utan um ferlið og nær með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina viðskiptavininum sjálfum að kjarna málsins.

 

Stjórnendamarkþjálfun

Stjórnendamarkþjálfun tekur mið af hinu annasama starfi stjórnandans. Leiðtogans sem hefur í mörg horn að líta og við marga einstaklinga að ræða. Stjórnanda sem þarf að vera með skýra sýn á því hvert hann ætlar með sitt fyrirtæki og eigin starfsframa.

Stjórnendamarkþjálfun er mjög áhrifarík og framsækin þjálfunaraðferð, með áherslu á sérþarfir einstaklingsins eða hópsins.

Í stjórnendamarkþjálfuninni erum við að draga fram það besta úr stjórnandanum, og aðstoða hann við að nýta eigin þekkingu til þess að taka réttar ákvarðanir. Hlutverk stjórnendamarkþjálfans er að aðstoða stjórnandann við að sjá afleiðingar hugmynda sinna á reksturinn og finna leiðir til að takast á við þær hindranir sem í vegi hans kunni að verða.

Stjórnendamarkþjálfun nýtist þér þegar þú vilt:

  • bæta árangur þinn sem stjórnanda og yfirstíga hindranir í starfi
  • betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • skoða hlutina frá öðru sjónarhorni
  • skerpa á markmiðum og forgangsröðun
  • prófa nýjar hugmyndir á hlutlausum aðila
  • fá heiðarlega endurgjöf á viðhorf og skoðanir
  • fá skýrari sýn á framtíðina

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning.

Ekki hika við að hafa samband!