Fjárfesting í þjálfun starfsmanna er fjárfesting sem skilar sér

Þjónustunámskeið

Vilt þú gera betur?

Rannsóknir hafa sýnt að með réttri þjálfun og fræðslu geta fyirtæki aukið framleiðni og bætt gæðin þar sem góð þjálfun minnkar rýrnun, fjarverfu starfsmanna, kvartanir og starfsmannaveltu. Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið sem aðstoða þig við að bæta þjónustugæðin. Fjárfestu í hæfni starfsmanna þinna með þjónustunámskeiði okkar.

Það er kominn Gestur!

Námskeið fyrir móttökustarfsmenn

Markmið námskeiðsins er að kynna starfsfólki í gestamóttöku fyrir þeim alþjóðlegum stöðlum sem mikilvægt er að fara eftir þegar kemur að innritun, útritun og almennri umsjón gesta. Við aðstoðum móttökustarfsfólk við að öðlast aukið sjálfstraust í starfi, fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu, meðhöndla kvartanir og skilja mikilvægi þess að hlusta á þarfir viðskiptavinarins til að geta þjónustað hann á réttan hátt.

Kennsluformið er fjölbreytt og blanda leiðbeinendur saman ólíkum aðferðum til að tryggja að það gagnist þátttakendum sem best. Dæmi um kennsluaðferðir eru fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna og hlutverkaleikir.

Lengd: 6 tímar.

Margrét Pollý Hansen, hótelráðgjafi, mun fjalla um þá alþjóðlegu staðla sem
mikilvægt er að fara eftir í þjónustu við gesti og gefur dæmi um fagmannlega vinnuhætti sem starfsfólkið getur nýtt sér í daglegum störfum. Hún mun hjálpa starfsfólki að finna það hjá sjálfum sér hvernig þeir geti veitt framúrskarandi þjónustu með bættu viðhorfi, fagmennsku og sjálfstrausti í starfi. Einnig er starfsfólkinu kennt hvernig hægt
sé að eiga góð samskipti við erfiða viðskiptavini og hvað þarf að huga að varðandi mismunandi menningarheima, farið veðrur yfir raddbeitingu og líkamstjáningu
og sýnt hvernig hægt sé að haf áhrif á upplifun gesta með því að velja rétt hlutverk á réttum tíma.

Sönn íslensk gestrisni

Námskeið fyrir nýtt starsfólk

Markmið námskeiðsins er að kynna nýju starfsfólki fyrir íslenskri gestrisni sem og þeim alþjóðlegum stöðlum sem mikilvægt er að fara eftir. Námskeiðið er hannað til að
aðstoða nýtt starfsfólk við að öðlast aukið sjálfstraust í starfi og fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu. Að auki er lögð áhersla á mikilvægi þess að þekkja fyrirtækið og nærumhverfi hótelsins.

Námskeiðið hentar öllu starfsfólki hótelsins sem er hefja eða hefur nýhafið störf. Kennsluformið er fjölbreytt blanda af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu til að tryggja að það gagnist þátttakendum sem best.

Lengd 2 tímar

Margrét Pollý Hansen, hótelráðgjafi, mun nýta alþjóðlegu starfreynsluna sína og blanda henni við uppeldið í íslenskri sveit.

Námskeiðið er byggt á nýliðanámskeiðum sem hún hefur kynnst hjá hótelkeðjum, og leggur hún mikla áherslu á það að allir starfsmenn, óháð þjóðerni, skilji af hverju það sé mikilvægt að ferðamennirnir fái að kynnast íslenskri menningu og gestrisni.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning.

Ekki hika við að hafa samband!