Hótelráðgjöf

um okkur!

Hjá Hótelráðgjöf ehf. getur þú sótt fagmannlega ráðgjöf hjá sérfræðingum varðandi stök verkefni og/eða yfir ákveðið tímabil. Opnunarteymi, markaðsdeild, tekjustýring, starfsmannahald, gæðastjórnun og fjármál eru starfsdeildir sem stærri hótelkeðjur almennt hafa og í gegnum okkur geta nú allir gististaðir sótt þessa þjónustu. Þetta er tilvalin lausn fyrir ný hótel sem og minni gististaði sem hafa ekki fjármagn til að ráða sérfræðinga í fullt starf.

Okkar markmið er að innleiða þekkingu og sköpun í raunhæfar lausnir fyrir fyrirtækið þitt. 

Með okkar sérþekkingu og starfsreynslu aðstoðum við eigendur og rekstraraðila að opna eða endurbæta núverandi gististaði. En fyrst og fremst aðstoðum við þig við að veita gestum þínum hágæða þjónustu.

Þetta er teymið

Bjarney Lea Guðmundsdóttir

Bjarney Lea Guðmundsdóttir

Hótelráðgjafi

 • BA gráða í ferðamálaviðskiptum – sérhæfing í hótelstjórnun frá Les Roches International School of Hotel Management
 • AS gráða í hótelstjórnun frá Cesar Ritz Colleges

Lea er frumkvöðull í hótelbransanum ásamt því að vera þátttakandi í innleiðingu á umhverfisvænni ferðaþjónustu, í heimabyggð.

Markmið Leu er að hjálpa íslenskum hótelum að ná fjárhagslegum markmiðum sínum og aðstoða þau við daglegar áskoranir.

Erna Matthíasdóttir

Erna Matthíasdóttir

Hótelráðgjafi

 • MS gráða í rafrænni markaðssetningu frá University of Monaco
 • APME gráða í verkefnastjórnun frá Háskóla Reykjavíkur
 • BS gráða í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands

Erna hefur mikla og fjölbreytta starfsreynslu innan hótel og ferðamannageirans en síðustu ár hefur hún aðallega unnið við markaðssetningu á netinu og samfélagsmiðlum.

Markmið Ernu er að  aðstoða hótel við að verða sýnilegri á netinu.

Margrét Pollý Hansen

Margrét Pollý Hansen

Hótelráðgjafi

 • MS gráða í aðlþjóðlegum viðskiptum frá Háskóla Reykjavíkur.
 • BA gráða í ferðamálaviðskiptum – sérhæfing í hótelstjórnun frá Les Roches International School of Hotel Management
 • AS gráða í hótelstjórnun frá Cesar Ritz Colleges

Pollý hefur starfað á 5 stjörnu hótelum um allan heim og unnið bæði að því að opna og endurbæta núverandi gististaði. Að auki kennir hún áfanga innan hótelstjórnunar í Háskóla Reykjavíkur.

Helsta markmið hennar er að bæta þjónustuna innan íslenska hóteliðnaðarins.

Gildin okkar

Við vitum að með fagmennsku getum við veitt fyrirmyndaþjónustu. Í okkur býr ástríða sem hjálpar okkur að sýna frumkvæði og gera betur í dag en í gær. Við erum öflug liðsheild og sýnum samvinnu í verki.

Fagmennska
 • Við setjum okkur háleit en raunhæf markmið.
 • Við sýnum frumkvæði og látum verkin tala.
 • Við erum fagleg og áherslu á að við búum yfir fjölbreyttri kunnáttu, menntun, reynslu og færni.
 • Við leitum stöðugt bestu lausna í samvinnu við viðskiptavini
 • Við sýnum frumkvæði við að halda okkur hæfum í starfi og búa alltaf yfir bestu mögulegu þekkingu á okkar sviði
 • Við byggjum upp traust og góð sambönd við viðskiptavini
 • Við mætum þörfum viðskiptavina okkar
 • Við beitum vönduðum og faglegum vinnubrögðum
 • Við tökum ábyrgð á verkum okkar
 • Við ætlum að gera betur í dag en í gær
Ástríða
 • Við endurskoðum viðteknar venjur og erum breytingaafl
 • Við sýnum frumkvæði í verkefnum
 • Við sýnum frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini og bjóðum þeim lausnir að fyrra bragði
 • Við leyfum sköpunargleðinni að njóta sín
 • Við höfum löngun, eldmóð og gleði, við þorum, gerum og njótum
Samvinna
 • Við erum saman í liði og vinnum að sameiginlegum markmiðum gististaða og gesta.
 • Við dreifum ábyrgð og valdi þannig að þekking og reynsla hvers og eins nýtist.
 • Við erum hjálpfús og sveigjanleg.

Þjónustan okkar

Aðstoð við opnun

Fagmaður í hlutastarfi

Þjónustunámskeið

Verkferlar

Vefur og samfélagsmiðlar

Tæknilausnir

Tekjustýring

Viðburðarstjórnun

vantar þig aðstoð?

Byrjum að vinna saman að nýjum lausnum!